Fara í efni

Ferðasýningin ,,Hittumst"

Reykjavík
Reykjavík

Ferðasýningin "Hittumst" verður haldin þriðjudaginn 11. október kl. 14-17 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir). Hún hefst á áhugaverðum fyrirlestrum en ferðasýningin hefst svo í framhaldi af því og er eingöngu ætluð ferðaþjónustunni. 

Ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu sem vilja kynna þjónustu sína og vöru, kaupa sér aðgang til að kynna sig og fá afnot af borði, stól og plássi fyrir bæklinga.  Aðrir ferðaþjónar sem ekki ætla að vera með bæklinga eða kynna sín fyrirtæki formlega, en vilja og koma og kynna sér hvað er í boði, skrá sig sem slíkir.  Markmiðið með sýningunni er að ferðaþjónustuaðilar á höfuðborgarsvæðinu kynni vörur sínar og þjónustu fyrir öðrum innan ferðageirans. Með því komum við á viðskiptum og eflum tengslin innan okkar raða. 

Dagskrá:
Kl. 14:00 Áhugaverðir fyrirlestrar frá reynslumiklum konum innan ferðageirans
•    Þróun vöru og þjónustu innan ferðaþjónustunnar yfir vetartímann.  Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
•    Ísland allt árið.  Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu
•    Vetrarborgin Reykjavík.  Sif Gunnarsdóttir forstöðumaður Höfuðborgarstofu.

Kl. 15:00  Ferðasýningin „Hittumst“
Kl. 17:00  Léttar veitingar

Þátttaökukostnaði verður haldið í lágmarki eða aðeins kr. 10.000.  Þau fyrirtæki sem skráð eru í Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins greiða kr. 5.000.  Innifalið  í skráningunni eru afnot af borði og stól, og pláss fyrir „roll-up“ og bæklinga.  Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti.  Endilega skráið ykkur fyrir 6. október.

Skráning á Hittumst 2011