Fara í efni

Ferðamenn erlendis frá aldrei fleiri

talningar 20112
talningar 20112

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna árið 2011 var tæplega 566 þúsund og er um að ræða 15,8% aukningu frá 2010 en þá voru erlendir ferðamenn tæplega 489 þúsund talsins. Hafa ferðamenn aldrei verið fleiri á einu ári.

Langflestir erlendra ferðamanna eða 95,6% fóru um Keflavíkurflugvöll, 2,2% með Norrænu um Seyðisfjörð og 2,2% um Reykjavíkur-, Akureyrar- eða Egilsstaðaflugvöll. Vert er að taka fram að tölur fyrir aðra staði en Keflavíkurflugvöll byggja ekki á eiginlegum talninum heldur mati út frá sölu- og farþegatölum.

Þar fyrir utan eru farþegar með skemmtiferðaskipum en tæplega 63 þúsund farþegar komu til Reykjavíkur með 67 skipum árið 2011, 10,6% færri en á árinu 2010 þegar þeir voru um 70 þúsund talsins. Um 95% skemmtiferðaskipa til landsins hafa viðkomu í Reykjavík. 

Heildarfjöldi gesta

 

 

 

Breyting milli ára

 

2010

2011

Fjöldi

%

Keflavík

459.252

540.824

81.572

17,8

Seyðisfjörður

15.336

12.505

-2.831

-18,5

Aðrir flugvellir

14.034

12.282

-1.752

-12,5

Samtals

488.622

565.611

76.989

15,7

Brottfarir um Keflavíkurflugvöll
Samkvæmt brottfarartalningum Ferðamálastofu í Leifsstöð fóru 540.824 erlendir gestir frá landinu um flugstöðina á árinu 2011, sem er 17,8% aukning frá árinu áður. Allar brottfarir erlendra gesta um Keflavík eru inni í þessum talningum, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls.

Fjöldamet voru slegin í öllum mánuðum ársins nema mars en þá kom álíka fjöldi og á árinu 2010. Framboð á flugsætum hefur aldrei verið meira en á árinu 2011 og sú gríðarlega mikla umfjöllun sem landið hefur fengið á erlendum vettvangi á undanförnum misserum virðist hafa skilað sér á jákvæðan hátt fyrir íslenska ferðaþjónustu.

 

Vetur (jan-mars/nóv-des)
Tæplega 116 þúsund erlendir ferðamenn komu að vetrarlagi árið 2011 sem er um fimmtungur ferðamanna á ársgrunni. Um er að ræða tíu þúsund fleiri ferðamenn að vetri til en árið 2010 sem gerir um 9,6% aukningu milli ára. Af einstaka markaðssvæðum var aukningin mest frá N-Ameríku eða um 31,9%. Aukning frá  Mið- og S-Evrópu mældist 12,3% og frá Bretlandi um 9,0%. Svipaður fjöldi kom frá Norðurlöndunum og þjóðum sem flokkast undir annað.

 

Af einstaka þjóðum voru flestir vetrargestir frá Bretlandi (23,5%) og Bandaríkjunum (14,1%). Ferðamenn frá Noregi (7,8%), Danmörku (7,1%), Svíþjóð (7,1%), Þýskalandi (6,1%) og Frakklandi (5,3%) fylgdu þar á eftir en samanlagt voru framangreindar sjö þjóðir 71,0% ferðamanna að vetrarlagi.

Vor (apríl-maí) 
Tæplega 13% erlendra ferðamanna eða tæplega 70 þúsund talsins komu að vori til árið 2011, eða um 35% fleiri en árið 2010. Veruleg aukning var frá öllum mörkuðum, 61,8% frá N-Ameríku, 36,3% frá Norðurlöndunum, 34% frá Mið- og S-Evrópu, 19,9% frá Bretlandi og 30% frá öðrum markaðssvæðum. Hér ber þó að hafa í huga að gosið í Eyjafjallajökli hafði veruleg áhrif á fjölda ferðamanna á vormánuðum árið 2010 þannig að sveiflur eru miklar í tölum milli ára.

 

Af einstaka þjóðum voru flestir ferðamenn að vori til frá Bretlandi (14,5%),  Bandaríkjunum (12,1%), Noregi (10,9%), Danmörku (9,5%), Þýskalandi (8,0%) og Svíþjóð (7,7%) en samanlagt voru þessar sex þjóðir 62,7% gesta að vori til.

Sumar (júní-ágúst)
Sumarmánuðirnir þrír eru stærstu ferðamannamánuðir ársins en þá kemur um helmingur erlendra gesta til landsins um Leifsstöð. Erlendir ferðamenn voru 265 þúsund yfir sumarmánuðina þrjá 2011 eða tæplega 38 þúsund fleiri en árið 2010. Aukningin nemur 16,6% milli ára. N-Ameríkanar bera að miklu leyti uppi aukningu sumarsins en tæplega 17 þúsund fleiri N-Ameríkanar komu sumarið 2011 í samanburði við fyrra ár. Aukningin nemur 54,2% milli ára. Aukningin frá öðrum markaðssvæðum var ekki sambærileg, þannig var hún 8,9% frá Mið- og S-Evrópu, 10,6% frá Bretlandi, 12,0% frá Norðurlöndunum og 12,7% frá þeim löndum sem eru flokkuð undir annað.

 

Af einstaka þjóðum voru flestir sumargesta árið 2011 frá Bandaríkjunum (14,7%), Þýskalandi (13,6%), Frakklandi (8,4%), Danmörku (7,0%), Bretlandi (6,9%), Noregi (6,1%) og Svíþjóð (5,1%) en samanlagt voru þessar sjö þjóðir 61,8% ferðamanna sumarið 2011.

Haust (september-október)
Tæplega 17% erlendra ferðamanna árið 2011 komu að hausti til eða um 90 þúsund talsins og er um að ræða ríflega 15 þúsund manna fjölgun frá haustmánuðum 2010. Aukningin nemur 20,7% milli ára. N-Ameríkönum fjölgaði verulega eða um 5.500 sem gerir um 42,1% aukningu milli ára. Aukning Mið- og S-Evrópubúa mældist 22,0%, þeirra sem komu frá Bretlandi 15,5% og 11,9% meðal þeirra sem komu frá Norðurlöndunum. Aukning frá þjóðum sem hafa verið flokkuð undir annað mældist 20,7%.
 

Af einstaka þjóðernum voru flestir frá Bandaríkjunum (15,3%), Bretlandi (13,2%), Noregi (10,0%), Þýskalandi (9,0%), Danmörku (8,1%) og Svíþjóð (6,5%) en samanlagt voru þessar sex þjóðir 62,1% ferðamanna að hausti til.

Talningar ná til allra brottfara um Leifsstöð, þ.m.t. erlendra ríkisborgara búsettra hérlendis.

Nánari niðurstöður úr talningum Ferðamálastofu í Leifsstöð má sjá í töflunum hér að neðan og á vefnum undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar.

<td class="xl93" style="border-bottom: #1f497d 1pt solid; text-

Janúar - desember eftir þjóðernum     Janúar - desember eftir markaðssvæðum  
      Breyting milli ára