Fara í efni

Ferðamálastofa og Landsbjörg gera með sér samstarfssamning til 3ja ára

Landsbjörg fms
Landsbjörg fms

Ferðamálastofa og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa skrifað undir samstarfssaming vegna verkefnisins safetravel.is. Með honum tekur Ferðamálastofa að sér að styðja við verkefnið á árunum 2011 til 2013.

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri skrifuðu undir samstarfssamninginn. Meginmarkmið hans er að tryggja viðgang og gæði ferðavefjarins safetravel.is og tryggja þar með aðgang íslenskra og erlendra ferðamanna að bestu mögulegu upplýsingum um ferðamennsku á Íslandi hverju sinni. Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur jafnframt að öryggi ferðamanna á hálendinu og aðstoðar þá eftir mætti, með því m.a. að halda úti hálendisvakt sjálfboðaliða björgunarsveita frá 24. júní til 14.ágúst. Í sumar verða björgunarsveitir þannig með fasta viðveru í Öskju, Landmannalaugum, Kili og á Sprengisandi.

www.safetravel.is