Fara í efni

Ferðamálastofa með hlutfallslega lágan rekstrarkostnað við markaðssetningu

Rekstrarkostnaður í samanburði við önnur ETC lönd
Rekstrarkostnaður í samanburði við önnur ETC lönd

Ferðamálaráð Evrópu (ETC) hefur kannað meðal aðildarríkja sinna ýmislegt sem varðar kostnað við opinbera markaðssetningu. Nú hefur ETC tekið þessar tölur saman og samkvæmt þeim er Ferðamálastofa hlutfallsega með einn lægsta kostnað við markaðsvinnu sína.

Til að fá samanburðarhæfar tölur var óskað eftir að ákveðnar og samræmdar upplýsingar væru gefnar varðandi opinbert fjármagn til almennrar landkynningar og spurt um kostnaðarliði þeim tengda, svo sem laun, húsnæðiskostnað o.fl. Aðeins Kýpur og Lithaén eru með lægra hlutfall en þetta má sjá nánar á myndinni hér að neðan.

?Á það hefur eðlilega verið lögð áhersla að nýta fjármagnið sem mest til markaðsverkefna og við erum með einungis þrjár skrifstofur á erlendum mörkuðum, þegar sum lönd eru með yfir 30 skrifstofur. Það er aðeins Búlgaría sem er með færri útstöðvar en við af þessum löndum?, segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri.

Magnús bendir einnig á að fjöldi skrifstofa og stöðugildi séu auðvitað ekki einu skýringarnar heldur hefur einnig að af hálfu opinberra aðila verið veitt auknum fjármunum í markaðsmál og þegar það fjármagn eykst án aukins reksturs þá eðlilega lækkar hlutfall rekstursins. ?Sem dæmi um þetta má nefna að á undanförnum árum hefur verið stofnað til verkefnisins Iceland Naturally í N.-Ameríku og Evrópu, til þeirra varið árlega af opinberra hálfu nær 100 milljónum og þessi verkefni einfaldlega vistuð á núverandi skrifstofum okkar,? segir Magnús.