Fara í efni

Ferðamálastofa fylgist með stöðu heimsfaraldurs á uppruna- og samkeppnismörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðamálastofa hefur frá upphafi fylgst náið með heimsfaraldri Covid-19 þar sem hann er ástæða þess að ferðaþjónustan varð óstarfhæf og mun stýra hvenær og hvernig ferðaþjónustan tekur við sér á ný. 

Til upplýsingar hefur Ferðamálastofa nú sett saman og birt þrjú skjöl sem gefa yfirlit um stöðu heimsfaraldurs á uppruna- og samkeppnismörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu.

Skjölin innihalda:

  1. Reglur og takmarkanir á ferðalögum heimamanna til Íslands og heim í helstu upprunalöndum íslenskrar ferðaþjónustu
  2. Samsvarandi upplýsingar um reglur og takmarkanir í helstu samkeppnislöndum Íslands í ferðaþjónustu
  3. Greiningu á þeim viðbótarkostnaði og óhagræði sem ferðamenn frá helstu upprunalöndum Íslands verða fyrir við núverandi aðstæður við ferðalög til og frá landinu, ef þeir á annað borð komast hingað til lands.  

Uppfært vikulega

Stefnt er að því að uppfæra þessar upplýsingar á hverjum miðvikudagsmorgni svo þær nýtist hagaðilum sem best við að meta stöðu heimsfaraldursins m.t.t. ferðaþjónustu og þess hvenær ferðalög verði aftur hluti af daglegu lífi.  

Myndræn birting í mælaborði

Síðast en ekki síst hefur Ferðamálastofa  útbúið mælaborð sem sýnir á skýran og myndrænan hátt þróun smita, gang bólusetningar og spá um hjarðónæmi fyrir okkar helstu markaðslönd. Uppfærast þær tölur jafnóðum sem þær berast. 

Opna í Mælaborði ferðaþjónustunnar