Fara í efni

Ferðamálastjóri í morgunútvarpi Rásar 2

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Mynd af vef ruv.is
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Mynd af vef ruv.is

Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun og var þar víða komið við á vettvangi ferðaþjónustunnar.

Vaxandi mikilvægi ferðaþjónustunnar

Vaxandi umræða hefur verið síðustu misseri um ýmsa þætti ferðaþjónustunnar og síaukin áhrif hennar á þjóðarbúskapinn og þjóðlífið almennt. Meðal þess sem kom til umfjöllunar í morgun var fjölgun ferðamanna, tekjur þjóðarbúsins af þeim, gjaldtaka á ferðamannastöðum, öryggismál og menntunarmál, svo nokkuð sé nefnt.

Viðtalið í heild er aðgengileg á vef RÚV:

Ferðamálastjóri í morgunútvarpi Rásar 2