Fara í efni

Ferðamálastefna Reykjavíkurborgar 2011-2020 samþykkt

Reykjavík
Reykjavík

Borgarstjórn samþykkti einróma Ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2011-2020 á fundi sínum í gær. Enn fremur var samþykkt tillaga borgarstjóra að hafinn skuli undirbúningur að útfærslu og framkvæmd lykilaðgerða Ferðamálastefnunnar. Markmiðið er að efla borgina sem áfangastað ferðamanna utan háannatíma samhliða því að Ráðstefnuborgin Reykjavík verði sett í forgrunn.

Um er að ræða fjórar lykilaðgerðir:

  • Samstarfsverkefni til þriggja ára um vöruþróun og nýsköpun í ferðaþjónustu í Reykjavík.
  • Stofnun Borgarhátíðasjóðs sem hafi það að markmiði að efla viðburðadagatal Reykjavíkur, styrkja rekstrargrundvöll og auka kynningargildi ýmissa árvissra viðburða fyrir ferðaþjónustu í Reykjavík.
  • Samstarfsverkefni til þriggja ára um víðtæka kynningu á Reykjavík sem aðlaðandi áfangastaðar utan háanna tíma.
  • Samstarfsverkefni um að styrkja Reykjavík í sessi sem eftirsótta ráðstefnuborg og vettvang alþjóðlegra viðburða.

Nánar á reykjavik.is