Ferðamálaráðstefnan 2006 - gæðamál í brennidepli

Ferðamálaráðstefnan 2006 - gæðamál í brennidepli
Ferðamálaráðstefnan 2006 haus

Dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 2006 liggur nú fyrir og þá hefur einnig verið opnað fyrir skráningu. Ráðstefnan verður eins og fram hefur komið haldin á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 16 nóvember næstkomandi. Meginþema hennar að þessu sinni eru gæðamál. Gæði eru ein af meginstoðunum í Ferðamálaáætluninni 2006-2015 og forsenda frekari vaxtar er að íslensk ferðaþjónusta sé samkeppnishæf í gæðum.

Yfirskrift ráðstefnunnar er: 
Íslensk ferðaþjónusta í örum vexti
- hvað með gæði vöru og þjónustu?

Dagskrá:

kl. 09:30 Skráning og afhending gagna
kl. 10:00 Setning, Magnús Oddsson, ferðamálastjóri
kl. 10:05 Ávarp samgönguráðherra , Sturla Böðvarsson

  Niðurstöður nýjustu kannana. Hvað segja þær okkur?
kl. 10:25 Kynntar niðurstöður úr gæðakönnun meðal innlendra ferðamanna
kl. 10:50 Kynntar niðurstöður úr gæðakönnun meðal erlendra ferðamanna
kl. 11:10 Pallborðsumræður um hvað gæðakannanirnar segja og hvað má lesa úr þeim?
Oddný Óladóttir, verkefnastjóri Ferðamálastofu, Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, Bjarni Ásgeirsson, Better business world wide og Þórdís Pálsdóttir, sölustjóri Reykjavík Hotels.
  Stjórnandi: Ingjaldur Hannibalsson, prófessor Háskóla Íslands

kl. 12:00 Hádegisverðarhlé*
  
  Standast gæði íslenskrar ferðaþjónustu væntingar?
kl. 13:15 Robert Dean Felch, eigandi og framkvæmdastjóri Iceland Saga Travel (USA)
kl. 13:40 Ásgeir Friðgeirsson, ráðgjafi Samson eignarhaldsfélags  
kl. 14:00 Pallborðsumræður um hvort gæðin séu í samræmi við væntingar neytenda?
  Robert Dean Felch, Ásgeir Friðgeirsson, Pétur Rafnsson, verkefnastóri Ferðamálastofu, Friðrik Brekkan, leiðsögumaður.
  Stjórnandi: Berglind Viktorsdóttir, gæðastjóri Ferðaþjónustu bænda

kl. 14:45 Kaffihlé

kl. 15:00 Framkvæmd Ferðamálaáætlunar 2006 ? 2015
  Magnús Oddsson, ferðamálastjóri

kl. 15:30 Afhending umhverfisverðlauna Ferðamálastofu fyrir árið 2006
kl. 15:45 Afhending lokaverkefnisverðlauna Ferðamálaseturs Íslands fyrir árið 2006
kl. 16:00 Samantekt: Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum
kl. 16:15 Ráðstefnuslit
kl. 16:30 Móttaka í boði samgönguráðherra

Ráðstefnustjóri:
Svanhildur Konráðsdóttir, sviðstjóri menningar og ferðamála, Reykjavíkurborg

Skráning
Opna skráningareyðublað fyrir Ferðamálaráðstefnuna 2006

* Ath. Ekkert ráðstefnugjald,  ráðstefnugestir greiða einungis kr. 1.950,- fyrir hádegisverð.


Athugasemdir