Fara í efni

Ferðamálafulltrúar í heimsókn

Fjölgun gistinátta í apríl
Fjölgun gistinátta í apríl

Í gærdag kom hópur ferðamálafulltrúa af öllu landinu í heimsókn á skrifstofu upplýsinga- og þróunarsviðs Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri. Tilgangurinn var að fræðast um starfsemi ráðsins og stilla saman strengi.

Í heimsókninni fóru Elías B. Gíslason forstöðumaður og annað starfsfólk upplýsinga- og þróunarsviðs yfir helstu verkefni sviðsins og Ferðamálaráðs almennt. Þá var ferðamálafulltrúum kynnt ný þingsályktunartillaga um ferðamál og væntanleg lög um skipan ferðamála sem taka gildi um næstu áramót. Frá Akureyri fór hópurinn í kynnisferð í Mývatnssveit og Húsavík.


Ferðamálafulltrúar ásamt starfsfólki upplýsinga og þróunarsviðs Ferðamálaráðs.
Mynd: Ferðamálaráð