Ferðaleikurinn "Á puttanum"

Ferðaleikurinn
SMSLeikurAPuttanum

Um helgina hefst ferðaleikur Ferðamálaráðs, Shellstöðvanna og Símans sem kallast "Á puttanum". Leikurinn er liður í kynningarátaki Ferðamálaráðs "Ísland sækjum það heim".

Íslendingar hvattir til að heimsækja upplýsingamiðstöðvarnar
Hugmyndin er að hvetja Íslendinga sem eru á ferðalagi til að heimsækja Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna, þjónustumiðstöðvar Símans og Shellstöðvar um land allt og afla sér upplýsinga um landið. Leikurinn gengur þannig fyrir sig að hver upplýsingamiðstöð hefur sitt ferðanúmer og þetta númer geta gestir sent með SMS í símanúmerið 1900. Þar með fara þeir í verðlaunapott með glæsilegum vinningum. Eftir því sem fleiri miðstöðvar eru heimsóttar og fleiri ferðanúmer send inn aukast líkur á vinningi en hvert SMS-skeiti kostar 29,90 krónur.

Veglegir vinningar
Í hverri viku til 30. ágúst verða dregnir út eigulegir vinningar og verða vinningshöfum send SMS-skilaboð. Vinningar sem dregnir eru út vikulega eru 2 Sony Ericsson myndavélasímar, 5 Sony Ericsson GSM-símar, 20 GSM-sumarkort, 100 frelsisinneignir, 8 eldsneytisávísanir að upphæð 5.000 krónur hver og 4 gasgrill. Dregið verður úr sérstökum lokapotti þann 5. september um ævintýralega jeppa-hálendisferð með Hálendingum, hvalaskoðunarferð með Sæferðum, GSM-síma og gasgrill.

 


Athugasemdir