Fara í efni

Ferðaárið 2012 fer vel af stað

Janúar_l
Janúar_l

Erlendir gestir í janúar hafa aldrei verið fleiri og í ár, eða frá því Ferðamálastofa hóf talningar í Leifsstöð fyrir áratug. Um 26 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum janúarmánuði og er um að ræða 3.900 fleiri brottfarir en á árinu 2011. Erlendum gestum fjölgaði því um 17,5% í janúarmánuði á milli ára.

Bretar langfjölmennastir
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í janúar frá Bretlandi eða 26,6% af heildarfjölda. Bandaríkjamenn voru næstfjölmennastir eða 15,0% af heildafjölda, næstir komu Danir og Norðmenn með 6,6% hlutdeild hvor þjóð, síðan komu Svíar (5,5%), Frakkar (5,3%) og Þjóðverjar (4,9%). Samtals voru framangreindar sjö þjóðir 70,5% af ferðamönnum til landsins í janúar.

Bretum fjölgar um 54%
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Bretlandi eða um 53,7%. Norður Ameríkönum fjölgar ennfremur umtalsvert eða um 31,1% og sama má segja um ferðamenn sem flokkast undir ,,Annað” en þeim fjölgar um 26,6%. Lítilsháttar fækkun er hins vegar frá Norðurlöndunum (-5,7%) og Mið-/ og S-Evrópu (-8,0).

Svipaður fjöldi Íslendinga fer utan og í fyrra
Ríflega 23 þúsund Íslendingar fóru utan í janúar í ár og er um að ræða svipaðan fjölda og fór utan í janúar í fyrra.
Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.

Skiptingu milli landa í janúar má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Ferðamannatalningar hér á vefnum.

Janúar eftir þjóðernum
      Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.909 3.914 1.005 34,5
Bretland 4.526 6.956 2.430 53,7
Danmörk 1.625 1.715 90 5,5
Finnland 443 416 -27 -6,1
Frakkland 1.451 1.387 -64 -4,4
Holland 698 722 24 3,4
Ítalía 301 249 -52 -17,3
Japan 835 1.076 241 28,9
Kanada 352 361 9 2,6
Kína 183 449 266 145,4
Noregur 1.506 1.718 212 14,1
Pólland 521 470 -51 -9,8
Rússland 237 315 78 32,9
Spánn 301 352 51 16,9
Sviss 315 252 -63 -20,0
Svíþjóð 2.033 1.440 -593 -29,2
Þýskaland 1.538 1.272 -266 -17,3
Annað 2.488 3.088 600 24,1
Samtals 22.262 26.152 3.890 17,5
         
Janúar eftir markaðssvæðum
      Breyting milli ára
  2011 2012 Fjöldi (%)
Norðurlönd 5.607 5.289 -318 -5,7
Bretland 4.526 6.956 2.430 53,7
Mið-/S-Evrópa 4.604 4.234 -370 -8,0
Norður Ameríka 3.261 4.275 1.014 31,1
Annað 4.264 5.398 1.134 26,6
Samtals 22.262