Fara í efni

Ferðaárið 2011 fer vel af stað

Talning feb 2011
Talning feb 2011

Tæplega 23 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu í nýliðnum febrúarmánuði og er um að ræða 2.500 fleiri brottfarir en í febrúarmánuði 2010. Erlendum gestum fjölgaði því um 12,6% í febrúarmánuði á milli ára.

Bretar langfjölmennastir
Af einstaka þjóðernum voru flestir ferðamenn í febrúar frá Bretlandi eða 30,8% af heildarfjölda. Næstfjölmennastir voru Bandaríkjamenn eða 12,7% af heildafjölda, síðan komu Norðmenn (7,9%), Danir (6,4%), Þjóðverjar (5,7%), Frakkar (5,5%) og Svíar (5,2%).

Fjölgun frá öllum markaðssvæðum
Ef litið er til einstakra markaðssvæða má sjá verulega fjölgun frá Bretlandi milli ára, N-Ameríku og þeim löndum Mið- og S- Evrópu sem talið er frá. Þannig fóru tæplega þúsund fleiri Bretar frá landinu í febrúar í ár en í febrúarmánuði í fyrra, um 800 fleiri N-Ameríkanar og um 600 fleiri gestir frá Mið- og S-Evrópu. Svipaður fjöldi Norðurlandabúa og gesta frá löndum innan og utan Evrópu sem eru flokkuð saman undir ,,Annað” fór úr landi í febrúarmánuði í ár og í fyrra.  

Frá áramótun hafa 45 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu sem er um 15 prósenta aukning frá árinu áður. Ríflega þriðjungsaukning (37,2%) hefur verið í brottförum frá N-Ameríku, fjórungsaukning frá Mið-og Suður Evrópu, 13% aukning frá Norðurlöndunum og tæp 11% frá Bretlandi. Svipaður fjöldi hefur komið frá löndum sem flokkast undir ,,Annað”.  

Fleiri Íslendingar fara utan
Umtalsvert fleiri Íslendingar eða 2.600 talsins fóru utan í febrúar í ár en í fyrra. Í ár fóru 19.600 Íslendingar utan en 17 þúsund árið áður. Aukningin nemur 15,3% á milli ára.

Frá áramótum hafa um 42 þúsund Íslendingar farið utan, 5.400 fleiri en á sama tímabili árið 2010 þegar tæplega 37 þúsund Íslendingar fóru utan.

Talningar Ferðamálastofu ná yfir allar brottfarir frá landinu um Leifsstöð.

Skiptingu milli landa má sjá í töflunni hér að neðan og nánari upplýsingar undir liðnum Talnaefni/Fjöldi ferðamanna  hér á vefnum.

Febrúar eftir þjóðernum Janúar - febrúar eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2010 2011 Fjöldi (%)   2010 2011 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.186 2.900 714 32,7   Bandaríkin 4.263 5.809 1.546 36,3
Bretland 6.116 7.033 917 15,0   Bretland 10.428 11.559 1.131 10,8
Danmörk 1.418 1.472 54 3,8   Danmörk 2.650 3.097 447 16,9
Finnland 268 228 -40 -14,9   Finnland 543 671 128 23,6
Frakkland 884 1.268 384 43,4   Frakkland 1.680 2.719 1.039 61,8
Holland 839 969 130 15,5   Holland 1.508 1.667 159 10,5
Ítalía 206 216 10 4,9   Ítalía 458 517 59 12,9
Japan 751 712 -39 -5,2   Japan 1.518 1.547 29 1,9
Kanada 237 343 106 44,7   Kanada 478 695 217 45,4
Kína 180 217 37 20,6   Kína 406 400 -6 -1,5
Noregur 1.618 1.799 181 11,2   Noregur 3.107 3.305 198 6,4
Pólland 397 475 78 19,6   Pólland 900 996 96 10,7
Rússland 99 81 -18