Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll orðnir fleiri en allt árið í fyrra

fridrikmar
fridrikmar

Samkvæmt tölum frá Keflavíkurflugvelli fóru tæplega 116 þúsund farþegar um völlinn í nýliðnum nóvembermánuði. Þetta er 8% fjölgun samanborið við nóvember í fyrra þegar 107 þúsund farþegar fóru um völlinn.

Það sem af er ári, eða fyrstu 11 mánuði ársins, hafa rúmlega 1,7 milljónir farþega farið um Keflavíkurflugvöll, ýmist á leið til landsins, frá því eða þeir hafa haft hér viðkomu. Aukningin á milli ára nemur 10,6%, því fyrstu 11 mánuði ársins 2004 fóru rúmlega 1,5 milljónir farþega um völlinn. Allt árið í fyrra fóru 1.637.029 farþegar um Keflavíkurflugvöll þannig að þeirri tölu hefur þegar verið náð. Nánari skiptingu má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

  Nov.05. YTD Nov.04. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting

Héðan:

49.577

712.266

44.879

641.039

10,47%

11,11%

Hingað:

50.738

712.130

46.492

654.845

9,13%

8,75%

Áfram:

354

12.641

1.134

6.512

-68,78%

94,12%

Skipti.

15.243

277.602

14.769

247.589

3,21%

12,12%

 

115.912

1.714.639

107.274

1.549.985

8,05%

10,62%