Fara í efni

Farþegar um Keflavíkurflugvöll í maí

Flugstöð
Flugstöð

Tæplega 125 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í maímánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta eru um 5,9% færri farþegar en í maí 2009.

Frá áramótum hafa tæplega 492 þúsund farþegar farið um völlinn en til samanburðar þá voru þeir tæplega 511 þúsund á sama tímabili í fyrra. Nú er verið að vinna úr tölum Ferðamálastofu fyrir maí en í þeim má sjá skiptingu eftir þjóðerni og þá kemur betur hvernig skiptingin er á milli Íslendinga og erlendra gesta. Nánari skiptingu má sjá í meðfylgjandi töflu.

  Maí 10. YTD Maí 09. YTD Mán. % breyting YTD % Breyting
Héðan: 49,649 211,821 55,653 223,448 -10.79% -5.20%
Hingað: 55,816 212,67 58,95 221,8 -5.32% -4.12%
Áfram: 1,502 7,969 3,882 23,507 -61.31% -66.10%
Skipti. 17,82 59,046 14,075 42,022 26.61% 40.51%
  124,787 491,506 132,56 510,777 -5.86% -3.77%