Farfuglaheimilið á Dalvík efst á heimslistanum

Íslensk farfuglaheimili koma vel út hjá þeim sem bóka gistingu í gegnum bókunarsíðu alþjóðasamtaka Farfugla – Hostelling International.

11 á topp 50

Um 3.000 farfuglaheimili um allan heim eru skráð á bókunarsíðuna, þar af 28 íslensk. Árangur íslensku heimilanna í þessari einkunnargjöf hefur verið frábær og sem dæmi um það er að eftir fyrstu 10 mánuði ársins voru íslensk heimili í fyrsta, fimmta og sjötta sæti listans og 11 heimili voru meðal 50 efstu.

Viðurkenningar veittar

Á árlegum fundi rekstraraðila Farfuglaheimilanna sem haldin var sl. helgi fengu þrjú heimili viðurkenningu fyrir frábæran árangur. Voru þetta Farfuglaheimilin á Dalvík sem er í efsta sæti listans, Farfuglaheimilið Loft í Reykjavík sem er í 5. sæti og Farfuglaheimilið á Kópaskeri sem er í því sjötta.

Á meðfylgjandi mynd eru rekstraraðilar heimilanna sem fengu viðurkenningu. Talið frá vinstri: Anna Jóna Dungal, móttökustjóri Farfuglaheimilisins Lofts, Aðalheiður Símonardóttir, eigandi Farfuglaheimilisins á Dalvík og Benedikt Björgvinsson, eigandi Farfuglaheimilisins á Kópaskeri.

 


Athugasemdir