Fara í efni

Fagþing á afmælishátíð Ferðamálafélags Austur Skaftafellssýslu

Í tilefni af 20 ára afmælis Ferðamálafélags Austur Skaftafellssýslu halda Ferðamálasamtök Austurlands fagþing að Smyrlabjörgum í Suðursveit laugardaginn 12. mars næstkomandi.

Tveir aðalfundir verða einnig haldnir að Smyrlabjörgum sama dag. Aðalfundur Ferðamálafélags Austur Skaftafellssýslu kl. 11:00-12:00 og aðalfundur Ferðamálasamtaka Austurlands kl. 13:00-14:00. Fagþingið hefst síðan kl. 14:00. Það er öllum opið en forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækja og áhugafólk um ferðamál er sérstaklega hvatt til að mæta, aðgangur er ókeypis.

Dagskrá fagþings:

1. Jöklasýning - Í sambúð með Jökli
Inga Jónsdóttir menningarfulltrúi Hornafjarðar

2. Staða og framtíðarmöguleikar ferðaþjónustu á Austurlandi
Rögnvaldur Guðmundsson, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar

3. Framtíð vetrarferðamennsku á Íslandi
Sigurður Þorsteinsson viðskiptafræðingur
Jóhann Ísberg formaður verkefnisins " Seljum Norðurljósin"

4. Hvernig sjáum við hlutina?
Stefán Stefánsson - Þróunarfélagi Austurlands og formaður Ferðamálasamtaka Austurlands

Áætlað er að dagskrá fagþings ljúki kl. 16 og verður þá farið í óvissuferð. Um kvöldið kl. 19:00 verður hátíðardagskrá Ferðamálafélags Austur Skaftafellssýslu í tilefni af 20 ára afmæli félagsins. Skráning er í síma 692-2005.