Fært um flesta fjallvegi

Fært um flesta fjallvegi
Herdubreid

Fært er nú orðið um flesta aðal fjallvegi landsins en nýtt kort frá Vegagerðinni um ástand fjallvega tekur gildi í dag. Nokkrar leiðir eru þó enn lokaðar.

Breytingin frá því fyrir viku eru m.a. sú að nú er allur Sprengisandur fær, fært er orðið inn í Öskju og Fjallabaksleið syðri hefur verið opnuð fyrir umferð. Leiðin upp úr Eyjafirði (F821) inn í Laugafell er enn lokuð sem og svokölluð Dragaleið (F881) sem liggur af Eyjafjarðarleið inn á Sprengisandsleið. Hins vegar er búið að opna upp úr Skagafirði inn í Lagafell og þaðan er fært áfram inn á Sprengisandsleið um svokallaðan Forsetaveg (F752). Gæsavatnaleið er enn lokuð, enda jafnan sá fjallvegur sem síðast opnast á sumrin. Aðrar leiðir sem eru lokaðar eru slóðir á húnversku heiðunum og leiðin frá Hveravöllum inn í Þjófadali. Einnig vegurinn út í Fjörður og í Loðmundarfjörð en tvær síðastnefndu leiðirnar teljast þó tæpast til hefðbundinna fjallvega.

 


Athugasemdir