Færni í ferðaþjónustu nú í boði í fjarnámi

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður upp á fjarnám í Færni í ferðaþjónustu. Námið hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa í ferðaþjónustu eða starfa nú þegar í ferðaþjónustu s.s. á hótelum, bílaleigum, veitingastöðum, verslunum og við ýmiskonar afþreyingu.

Í náminu verður m.a. farið í þjónustu, staðarþekkingu, tungumál, tölvur, umhverfi og ferðaþjónustu auk sjálfseflingar.

Námið er sett upp sem fjarnám og er 160 kennslustundir. 

Námið hefst á einni vinnulotu (föst-laug) og síðan verður kennsluefni sett tvisvar í viku inn á námsnetið. Náminu lýkur með vinnulotu þar sem kynnt verða lokaverkefni og útskrift í kjölfarið.

Helstu fög sem kennd eru:
Gildi ferðaþjónustu
Þjónusta – grunnþættir
Mismunandi þjónustuþarfir
Þjónusta og samskipti
Verkferlar á vinnustað
Samfélags- og staðarþekking
Móttakan
Námstækni
Tungumál
Tölvur og upplýsingatækni
Varan og viðskiptavinurinn
Umhverfismál og ferðaþjónusta

Námið hefst í mars 2013

Nánari upplýsingar gefur Hjörleifur Hannesson í síma 4125953 / 4217500 
Einnig er hægt að senda tölvupóst á: hjorleifur@mss.is

Verð: 31.000 kr.

Ath. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins geta fengið allt að 75% af námsgjaldi greitt til baka.

 


Athugasemdir