Fara í efni

Fækkun ferðamanna fyrstu 5 mánuði ársins

Ferðafréttir komnar út
Ferðafréttir komnar út

Nú liggja fyrir tölur um komur erlendra ferðamanna til landsins fyrstu 5 mánuði ársins, þ.e. til loka maí, og skiptingu þeirra eftir þjóðerni. Alls fóru ríflega 92 þúsund erlendir gestir um Leifsstöð á þessu tímabili sem er 5,6% fækkun frá fyrra ári.

Frá því á fyrri hluta árs 2002 hefur Ferðamálaráð birt mánaðarlega tölur um fjölda ferðamanna sem fara frá Leifsstöð þar sem fram kemur skipting þeirra eftir þjóðerni. Erlendum ferðamönnum fækkar lítillega á milli ára þegar á heildina er litið. Einkum er um að ræða Norðurlandabúa, þ.e. Norðmenn og Svía, sem skýra bróðurpart fækkunarinnar. Smávægilegur samdráttur er frá Bretlandi og Mið-Evrópu en aukning frá Norður-Ameríku.

Að sögn Ársæls Harðarsonar forstöðumanns markaðssviðs Ferðamálaráðs má greina á tölunum að einkum febrúar og apríl séu slakari mánuðir en á síðasta ári. Svo viðist sem hópum frá Svíþjóð, Noregi og að einhverju leyti Bretlandi hafi fækkað. Aukning er meðal Bandaríkjamanna og Þjóðverja. Þá segir Ársæll of snemmt að segja nokkuð til um hvort við séum að sjá fækkun í sumar eða fyrir árið í heild sinni.

Í töflunni hér að neðan má sjá skiptingu ferðamanna eftir löndum fyrstu 5 mánuði ársins. Heildarniðurstöður úr talningum ferðamaálráðs eru aðgengilegar hér á vefnum undir liðnum Tölfræði.

Janúar-maí

 

 

 

 

 

2004

2005

Mism.

%

Bandaríkin                    

14.571

15.002

431

3,0%

Bretland                      

21.182

20.437

-745

-3,5%

Danmörk                       

9.912

10.020

108

1,1%

Finnland                      

2.248

1.865

-383

-17,0%

Frakkland                     

4.152

3.784

-368

-8,9%

Holland                       

3.216

2.632

-584

-18,2%

Ítalía                        

1.269

1.029

-240

-18,9%

Japan                         

1.861

1.851

-10

-0,5%

Kanada                        

763

829

66

8,7%

Noregur                       

10.647

8.116

-2.531

-23,8%

Spánn                         

664

743

79

11,9%

Sviss                         

624

867

243

38,9%

Svíþjóð