Fara í efni

Experience Iceland haldið í 7. sinn

experienceiceland
experienceiceland

Í dag hefst Experience Iceland sem nú er haldið í 7. sinn. Sem fyrr er skipulagning og framkvæmd í umsjón Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Icelandair.

Experience Iceland er beint að aðilum sem starfa á markaði fyrir fundi, ráðstefnur og hvataferðir. Væntanlegir er 16 kaupendur til landsins og munu þeir kynna sér þá aðstöðu sem hér býðst, helstu nýjungar á funda, ráðstefnu- og hvataferðamarkaðinum hérlendis, sem og upplifa hvað landið hefur upp á að bjóða.

Experience Iceland var einnig haldið í mars á þessu ári og er nýbreytni að halda viðburðinn tvisvar á ári. Áður var tekið á móti stærri hóp einu sinni á ári. Um 9 aðildarfélagar Ráðstefnuskrifstofu Íslands koma að heimsóknunum með einu eða öðrum hætti en Experience Iceland er eitt af stærri verkefnum sem Ráðstefnuskrifstofan stendur fyrir ár hvert, að sögn Önnu Valdimarsdóttur, verkefnisstjóra.