Fara í efni

Exit kaupir Ferðskrifstofu Íslands

Í dag tilkynnti FL Group að félagið hafi selt Ferðaskrifstofu Íslands, sem er eigandi Úrvals Útsýnar og Plúsferða. Kaupandi er eignarhaldsfélagið Exit, sem á Sumarferðir. Umrædd fyrirtæki hafa sem kunnugt er einbeitt sér að sölu á utanlandsferðum til Íslendinga.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að söluhagnaður FL Group sé áætlaður einn  miljarður króna, en endanlegt söluverð ráðist af endurskoðuðu uppgjöri ársins 2005. Velta Ferðaskrifstofu Íslands á síðasta ári var 2,4 milljarðar króna.