ETC hvetur til ferðalaga innan Evrópu

ETC hvetur til ferðalaga innan Evrópu
Mynd: ©Ragnar Th. Sigurðsson

Evrópska ferðamálaráðið, ETC, hleypti í gær af stokkunum markaðsherferð til að fá Evrópubúa til að byrja að ferðast aftur innan álfunnar, nú þegar verið er að losa ferðahöft innan Schengen. Slagorð herferðarinnar er We Are Europe og verður hún keyrð næstu fjórar vikur.

Þótt Evrópa sé næstminnsta álfa hnattarins (á eftir Ástralíu) eru þar saman komin næstum fimmtíu þjóðlönd og meira en 740 milljónir íbúa. Lönd álfunnar opna nú hratt hvert á fætur öðru fyrir möguleikann á almenn ferðalög yfir landamæri innan vébanda hennar. Mismunandi reglur þar um eftir löndum geta þó aukið flækjustigið talsvert fyrir ferðalanga enn sem komið er og mikilvægt að ná samræmi í þær til að styðja við ferðaþjónustuna. Hér að neðan má sjá kynningarmyndband herðferðar ETC.


Athugasemdir