Erlendir gestir aldrei fleiri í einum mánuði

Erlendir gestir aldrei fleiri í einum mánuði
Talningar_0809

Nýtt met var slegið í fjölda erlendra ferðamanna í nýliðnum ágústmánuði. Alls fóru 92 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð, átta þúsund fleiri en í ágústmánuði á síðasta ári sem þá var met. Erlendum gestum fjölgar því um 9,6% milli ára. Brottförum Íslendinga fækkaði hins vegar um tæp 40%, voru um 24 þúsund í ágúst í ár en um 39 þúsund á árinu 2008.

Ef litið er til helstu markaðssvæða má sjá fjölgun frá Mið- og Suður Evrópu, Norðurlöndunum og N-Ameríku. Af einstökum löndum fjölgaði Kínverjum, Finnum, Spánverjum, Ítölum og Þjóðverjum hlutfallslega mest.  Pólverjum fækkaði hins vegar umtalsvert eða um 36%, Bretum um 17% og gestum frá fjarmörkuðum um 10%.  

Frá áramótum hafa farið 350 þúsund erlendir gestir frá landinu, eða um eitt prósent fleiri en á sama tímabili árinu áður. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fækkaði milli ára um tæp 45 prósent eða 139 þúsund.

Talningin er unnin á vegum Ferðamálastofu og nær yfir allar brottfarir um Leifsstöð, þ.m.t. brottfarir erlends vinnuafls. Nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.

Ágúst eftir þjóðernum Janúar-ágúst eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2008 2009 Fjöldi (%)   2008 2009 Fjöldi (%)
Bandaríkin

6.892

7.329

437 6,3 Bandaríkin

30.426

32.340

1.914 6,3
Kanada

2.388

2.528

140 5,9 Kanada

7.909

8.606

697 8,8
Bretland

8.685

7.208

-1.477 -17,0 Bretland

48.283

41.965

-6.318 -13,1
Noregur

3.584

4.149

565 15,8 Noregur

23.627

25.094

1.467 6,2
Danmörk

5.370

6.058

688 12,8 Danmörk

29.734

30.861

1.127 3,8
Svíþjóð

4.123

4.111

-12 -0,3 Svíþjóð

22.655

22.797

142 0,6
Finnland

1.230

1.824

594 48,3 Finnland

7.795

8.679

884 11,3
Þýskaland

10.612

14.330

3.718 35,0 Þýskaland

35.757

42.751

6.994 19,6
Holland

3.841

3.523

-318 -8,3 Holland Til baka

Athugasemdir