Fara í efni

Erlendir ferðamenn aldrei fleiri í mars

Talning mars 2010
Talning mars 2010
Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru 26 þúsund erlendir gestir frá landinu um Leifsstöð í mars síðastliðnum og hafa ferðamenn  aldrei verið fleiri í mars mánuði. Á árinu 2009 voru þeir tæplega 24 þúsund í sama mánuði eða um tvö þúsund færri.

Þegar litið er til einstakra markaðssvæða má sjá aukningu frá öllum mörkuðum nema Norðurlöndunum. Bretum fjölgar verulega eða um ríflega fimmtung, N-Ameríkönum um 11%, gestum frá Mið- og S-Evrópu um tæp tíu prósent og gestum frá öðrum markaðssvæðum um tæp 11%.

Frá áramótum hafa 65 þúsund erlendir gestir farið frá landinu sem er fimm prósenta aukning frá árinu áður. Fjórðungur gesta er frá Bretlandi, fjórðungur frá Norðurlöndunum, tæplega fimmtungur frá Mið- og S-Evrópu, svipað hlutfall frá öðrum markaðssvæðum og 12% frá Norður Ameríku.

Tæplega fjórðungsaukning (22,9%) er í brottförum Íslendinga í mars, voru 21.600 í mars 2010 en 17.600 árinu áður. Brottförum Íslendinga frá áramótum hefur fjölgað um 14%  í samanburði við sama tímabil á fyrra ári. 

Nánari skiptingu gesta eftir markaðssvæðum og einstaka þjóðernum má sjá í töflunum hér að neðan.

Mars eftir þjóðernum Janúar-mars eftir þjóðernum
      Breyting milli ára       Breyting milli ára
  2009 2010 Fjöldi (%)   2009 2010 Fjöldi (%)
Bandaríkin 2.693 2.945 252 9,4 Bandaríkin 6.835 7.208 373 12,9
Bretland 5.197 6.351 1.154 22,2 Bretland 13.943 16.779 2.836 20,3
Danmörk 2.460 2.250 -210 -8,5 Danmörk 6.255 4.900 -1.355 -21,7
Finnland 421 530 109 25,9 Finnland 1.059 1.073 14 1,3
Frakkland 1.070 1.601 531 49,6 Frakkland 2.802 3.281 479 17,1
Holland 1.158 1.183 25 2,2 Holland 2.397 2.691 294 12,3
Ítalía 228 234 6 2,6 Ítalía 610 692 82 13,4
Japan 673 676 3 0,4 Japan 2.232 2.194 -38 -1,7
Kanada 195 260 65 33,3