Fara í efni

Ensk útgáfa af tölfræðiriti Ferðamálastofu

enska - ferðaþjónusta í tölum
enska - ferðaþjónusta í tölum

Tölfræðibæklingur Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, er nú kominn út í enskri útgáfu. Í honum má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um íslenska ferðaþjónustu og eru niðurstöðurnar settar fram á myndrænan hátt með stuttum skýringatextum.

Líkt og íslenski bæklingurinn, sem út kom í byrjun mánaðarins, er enski bæklingurinn einöngu gefinn út í rafrænu formi, bæði sem PDF og vefútgáfa. Bæklingnum í PDF formi er auðvelt að hlaða niður og vista á eigin tölvu.

Meðal  efnis í bæklingnum er eftirfarandi:

  1. Ferðaneysla innanlands eftir vöruflokkum, fjöldi ferðaþjónustustarfa og hlutur ferðaþjónustu í landsframleiðslu og heildarútflutningstekjum.
  2. Erlendir ferðamenn til Íslands eftir komustöðum.
  3. Fjöldi gesta með skemmtiferðaskipum.
  4. Erlendir ferðamenn til Íslands um Keflavíkurflugvöll eftir mánuðum og tímabilum.
  5. Gistinætur á hótelum eftir mánuðum.
  6. Erlendir ferðamenn á Íslandi 2009-2010 (kyn, aldur, tilgangur ferðar, ferðafélagar, tegund ferðar, dvalarlengd).
  7. Erlendir ferðamenn á Íslandi  sumarið 2010 (hver er hvatinn að Íslandssferð, hvaða afþreying er nýtt, hvað finnst ferðamönnum minnisstæðast við Íslandsferðina og finnst fólki ferðin standa undir væntingum).
  8. Ferðalög Íslendinga árið 2010 í samanburði við ferðalög á árinu 2009 (hvenær ferðast Íslendingar á árinu og hvert, hversu lengi dvelja þeir, hvaða afþreyingu nýta þeir og hvaða gistingu).
  9. Ferðaáform Íslendinga 2011.

Hlaða niður Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, enska - mars 2011: