Fara í efni

Opið fyrir tillögur að erindum á Iceland Travel Tech 2023

Iceland Travel Tech fer fram fimmtudaginn 25.maí næstkomandi í Grósku. Viðburðurinn er hluti af Nýsköpunarvikunni og er framkvæmd hans í höndum Íslenska ferðaklasans og Ferðamálastofu auk verkefnastjórnar frá Markaðsstofu Norðurlands.

Opið er fyrir tillögur að erindum á ráðstefnuhlutanum en um er að ræða þrjú burðarerindi auk nokkurra styttri skilaboða og innblásturs.

Við leitum eftir erindum sem innihalda þekkingu, innblástur, innleiðingu, þróun og uppbyggingu á tækni sem munu hjálpa aðilum í ferðaþjónustu á vegferð sinni til aukinnar stafrænnar þróunar.

Þema Iceland Travel Tech í ár eru:

  • Starfsfólk
  • Gestaupplifun
  • Markaðurinn

Hvaða tækni, aðferðum eða árangri langar þig að deila á stóra sviðinu í maí?

Sendu okkur þínar tillögur fyrir föstudaginn 31.mars á asta.kristin@icelandtourism.is