Fara í efni

Endurbættur vefur fyrir N.-Ameríkumarkað

VefurUSA
VefurUSA

Skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands í New York hefur opnað nýjan og endurbættan vef. Hann er sérstaklega hannaður með þarfir Norður-Ameríkumarkaðar í huga og settur upp sem öflugt markaðstæki.

Eins og vera ber er á vefnum að finna yfirgripsmikla landkynningu og ýmsar fróðlegar og gagnlegar upplýsingar um land og þjóð. Einnig má nefna fréttir frá Íslandi, vídeóbrot og margt fleira. T.d. má benda á fróðlega samantekt á umfjöllun um Ísland í Bandarískum fjölmiðlum. Annars kynnir vefurinn sig best sjálfur því um að gera að líta í heimsókn.