Fara í efni

Eins dags námskeið fyrir fólk í ferðaþjónustu

(Uppfært 11. apríl 2003)

Þann 21. maí nk. (ath. breytta dagsetningu) verður á vegum Hólaskóla haldið námskeið fyrir fólk sem starfar við ferðaþjónustu. Um er að ræða eins dags námskeið sem haldið er í Sveitahótelinu í Sveinbjarnargerði.

Námskeiðið er fyrir fólk sem þjónustar ferðamenn, í víðustum skilningi þess orðs, og áhugafólk um sögu og menningu. Fjallað verður um hvernig hægt er að nýta sér menningarverðmæti í nánasta umhverfi og fá þátttakendur tækifæri til að vinna með eigin hugmyndir.

Námskeiðið er frá 10:00-16:00 og leiðbeinandi er Guðrún Helgadóttir, kennari og menningarráðgjafi við Hólaskóla. Þátttökugjald er 7.900 kr. Skráning fer fram á www.simey.is. Nánari upplýsingar gefur Sólrún Harðardóttir, endurmenntunarstjóri Hólaskóla, www.holar.is, sími: 455 6300, netfang: solrun@holar.is.