Fara í efni

EasyJet kynnir flug til Íslands

easy_jet
easy_jet

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet kynnti í dag áform sínum að hefja flug til Íslands þann 27. mars á næsta ári.  Flogið verður um Luton flugvöll í nágrenni London en alls verður flogið þrisvar í viku til Íslands, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Stefnt er á að fljúga allt árið um kring.

Byrjað verður að selja miða í flug til og frá Íslandi á morgun og í fréttatilkynningu félagsins kemur fram að verðið á ódýrustu miðunum verður 32,99 pund, 6.100 krónur aðra leiðina og fram til baka 58,81 pund, 10.900 krónur, með sköttum. Í tilkynningunni er haft eftir Paul Simmons, framkvæmdastjóra EasyJet í Bretlandi, að afar spennandi sé að geta nú boðið flug til Íslands í fyrsta sinn. Horft verði bæði til fólks í viðskiptaerindum og almennra ferðamanna í leit að borgarferðum og ævintýraferðum.

Tilkynning EasyJet