Fara í efni

Dutch Tourism Expo 2012 - lokaútkall

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni Dutch Tourism Expo (áður fagdagur Vakantiebeurs) sem fram fer í Utrecht í Hollandi dagana 10. og 11. janúar 2012.

Sýningin er haldin á hverju ári og er stærsta ferðasýningin á hollenska markaðnum; á síðasta ári sóttu hana rúmlega 15 þúsund fagaðilar. Íslandsstofa tekur þátt með eigin sýningarstand, sem einnig verður virkur dagana á eftir þegar almenningur fyllir sýningarhallirnar á Vakantiebeurs sýningunni. 

Dutch Tourism Expo býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu upp á kjörið tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum í Hollandi.  Vert er að minna á að beint flug er til Hollands allt árið um kring og hefur vetrarferðarmarkaðurinn þar vaxið jafnt og þétt.

Hér má nálgast skráningareyðublað og upplýsingar um verð.

Síðasti skráningardagur er 6. desember.

Nánari upplýsingar veitir Davíð Jóhannsson hjá Íslandsstofu í Berlín, david@islandsstofa.is eða í síma 0049 30 5050 4140.

Nánari upplýsingar um Dutch Tourism Expo