Fara í efni

Drög að frumvarpi um ferðamál

Maður á gangi - vetur
Maður á gangi - vetur

Vert er að benda á að Iðnaðarráðuneytið hefur óskað eftir skriflegum athugasemdum við drög að frumvarpi um breytingu á lögum um skipan ferðamála.

Helstu atriðin í drögunum:

  • Verkefnum Ferðamálastofu breytt í samræmi við breytingar á starfsemi stofnunarinnar með stofnun Íslandsstofu og Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
  • Ferðamálaráð lagt niður í núverandi mynd og í stað þess komið á fót Samráðsvettvangi um ferðamál.
  • Skilgreiningar á leyfisskyldri starfsemi nákvæmari en áður og skerpt á því hvernig trygging er ákvörðuð.
  • Ferðaskrifstofuleyfi veitt til fimm ára en þau eru nú ótímabundin.
  • Kveðið á um skyldu allra þeirra aðila sem bjóða upp á ferðir hér á landi til að afhenda Ferðamálastofu öryggisáætlun með mati á áhættu viðkomandi ferðar og lýsingu á því hvernig viðkomandi hyggist bregðast við beri vá að höndum í ferðinni.
  • Ferðafélög sæki um ferðaskrifstofuleyfi en t.d. Ferðafélag Íslands og Útivist hafa verið undanþegin slíkum leyfum.

Athugasemdirnar óskast sendar á postur@idn.stjr.is fyrir 31. des. n.k.

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / arctic-images.com