Fara í efni

Dagur umhverfisins - bændur og ferðamenn taka höndum saman

Skógræktarverkefni
Skógræktarverkefni

Upphafspunktur á samstarfsverkefni Ferðaþjónustu bænda, Landgræðslu ríkisins og Skógræktarfélags Íslands var settur á Degi umhverfisins, 25. apríl 2007 síðastlðinn. Verkefnið er ætlað til að vekja athygli á þeim staðbundnu vandamálum sem tekist er á við með landrækt og skógrækt á Íslandi. Ásamt því að benda ferðamönnum á leiðir til að bæta þann skaða sem ferðalög valda umhverfinu, t.d. við útlosun gróðurhúsalofttegunda við flugumferð og bílumferð.

Einnig er verkefninu ætlað að vekja athygli almennt á landgræðslu og skógrækt ? og er þeirri athygli beint jafnt til ferðaþjónustubænda, ferðamanna og einnig þeirra aðila er koma að ráðstöfun fjármagns til þessara mikilvægu mála.  Þannig má segja að allir aðilar verkefnisins komi jákvætt út úr þessu verkefni, jafnt bændur, ferðamenn, skógræktarmenn og landgræðslumenn ? og náttúra Íslands ásamt umhverfið í stærra samhengi nýtur góðs af.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar verkefnið hófst formlega en boðið var til morgunverðarfundar á Kríunesi við Elliðavatn kl. 8.00 og verkefnið kynnt. Að því loknu gengið út til gróðursetningar á nokkrum plöntum og hugað að gróðurþekju.  Nánar á vef Ferðaþjónustu bænda