Fara í efni

Viltu vinna milljón?

Viltu vinna milljón?

Stefna Íslands er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun þegar kemur að ferðaþjónustu – Til að svo megi vera þurfa fyrirtækin að fá tíma og rými til að taka upp nýtt verklag, efla innri kerfi og auka þekkingu sína og hæfni starfsfólks þegar kemur að þessum málaflokki. 

Íslenski ferðaklasinn er þátttakandi í verkefni sem gerir kleift að styðja við 16 fyrirtæki á Íslandi sem geta hvert um sig fengið 8.000 EUR (1,1mkr) til þess að kaupa sér þjónustu, efla kerfin, kaupa ráðgjöf, fara í gegnum vottun og eða hvað annað sem þau telja að þurfi til þess að þau standi framar í þessari vegferð.

Hvernig fyrirtæki?

Leitað er eftir fyrirtækjum sem eru á sjálfbærnivegferðinni og eru að leita eftir verkfærum til að:

  • Auka sjálfbærni í rekstri
  • Tækla loftlagsáskoranir
  • Finna leiðir til að ná fram jafnvægi í nærsamfélaginu
  • Bera virðingu fyrir menningarlegum verðmætum og sögulegu mikilvægi áfangastaða
  • Ýtir undir ábyrga ferðahegðun
  • Stunda ábyrga ferðaþjónustu í hvívetna

Virði fyrir þátttakendur á verkefnatímabilinu er m.a:

  • Aðgengi að vinnustofum og „masterclass“ með áherslu á hringrásarhagkerfið og nærandi ferðaþjónustu
  • Fjármagn sem hægt er að nýta fyrir sérfræðiaðstoð, vottun og ferli í átt að sjálfbærni
  • Jákvæð þróun og jafnvægi í nærsamfélaginu
  • Aukinn sjálfbær vöxtur og aukin verðmætasköpun

Hér er hlekkur inná umsóknarferlið (sem er ekki flókið) – Umsóknarfrestur er til 28. september.

Nánari upplýsingar veitir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, asta.kristin@icelandtourism.is