Upptaka frá kynningarfundi um umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
16.10.2025
Ferðamálastofa stóð í dag fyrir upplýsingafundi fyrir væntanlega umsækjendur í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Opnað var fyrir umsóknir þann 7. október og umsóknarfrestur er til kl. 13 þriðjudaginn 4. nóvember 2025.
Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Nánar um sjóðinn
Á fundinum var meðal annars farið yfir:
- Hverskonar verkefni eru styrkhæf og hver ekki.
- Umsóknarferlið og umsóknareyðublað.
- Gæðamat sjóðsins og nýtt gæðamatsblað.
- Hvernig er sótt um styrki úr sjóðnum?
Þá bárust einnig fjölmargar spurningar frá þátttakendum sem svarað var í lok fundar.
Kynnar voru Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir og Snorri Valsson.
Upptaka frá fundinum er hér til hliðar.