Fara í efni

Til ferðaþjónustufyrirtækja vegna starfsemi við gosstöðvar á Reykjanesi

Frá gosinu í Meradölum. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Frá gosinu í Meradölum. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ferðamálastofa vill að gefnu tilefni ítreka við ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða upp á ferðir á gossvæðið við Fagradalsfjall að fara að öllu eftir fyrirmælum og leiðbeiningum lögreglu og björgunarsveita á staðnum. Mikilvægt er að gæta í öllu öryggis ferðamanna og það er helst tryggt með því að farið sé eftir þeim reglum sem settar eru um umferð á svæðinu.

Sérstaklega er vakin athygli á að allur akstur að gosstöðvunum er ólöglegur utan vega akstur hvort sem um er að ræða bíla, mótorhjól eða önnur vélknúin ökutæki nema viðkomandi hafi undanþágu frá banninu skv. 31. gr. náttúruverndarlaga.

Öllum ferðaþjónustufyrirtækjum er sem fyrr skylt að vera með gildandi öryggisáætlun skv. 11. gr. laga um Ferðamálastofu.