Fara í efni

Síðari hluti skýrslu um áfangastaðastofur birtur

Síðari hluti skýrslu um áfangastaðastofur birtur

Í sumar birti Ferðamálastofa fyrri hluta skýrslu áfangastaðahönnuðarins Daniel Byström um skipulag og hlutverk áfangastaðastofa (DMO) víða um heim, en nú er skýrslan birt í heild sinni.  

Skýrslan er í tveimur hlutum. Fyrri hluti skýrslunnar er byggður á ítarlegum viðtölum við forsvarsmenn ellefu áfangastaðastofa víða um heim og er þar að finna upplýsingar um hlutverk og skipulag þessara áfangastaðastofa, auk ýmissa annarra upplýsinga, s.s. hvernig þær eru fjármagnaðar og hvaða verkefnum þær sinna. Í síðari hluta skýrslunnar er að finna tillögur skýrsluhöfundar að stofnun áfangastaðastofa á Íslandi.

Áfangastaðastofur í skýrslunni

Þær áfangastaðastofur sem koma fyrir í skýrslunni eru: Alpine Pearls, Destination British Columbia, Visit County Durham, Destination Great Lake Taupō, verkefnið Visitor Management in Nodrland Fylke, Visit Svalbard, Visit Aberdeenshire, Outer Hebrides Tourism, Scottish Tourism Alliance, Visit Scotland og Swedish Lapland Visitors Board.

Skýrlsan var unnin í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála.

Skýrslan í heild sinni: