Fara í efni

Skráning á morgunverðarkynningu um afkomu

Skráning á morgunverðarkynningu um afkomu

Á morgun, föstudaginn 22. nóvember, standa Ferðamálastofa og KPMG fyrir morgunverðarkynningu í höfuðstöðvum KPMG. Kynntar verða niðurstöður nýrrar skýrslu um könnun og úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu á árinu 2018, með samanburði við fyrri ár. 

Skráning og nánari upplýsingar

Tími:               Morgunverðarkynning kl. 8.30-10
Staðsetning:   KPMG, Borgartúni 27, Reykjavík
Útsending:      Streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Boðið veður upp á morgunhressingu og er fólk beðið að skrá sig hér að neðan.

Skráning á fundninn

Umræða um stöðu greinarinnar

Á síðasta ári fól Ferðamálastofa KPMG að gera úttekt á rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Niðurstöður þóttu áhugaverðar og í kjölfarið skapaðist mikil umræða um stöðu greinarinnar. Vegna óvissu sem var í rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar í byrjun árs 2019, m.a. vegna deilna á vinnumarkaði og falls WOW, var talin ástæða til að endurtaka könnunina og fá fram upplýsingar um rekstur ársins 2018.

Skýrsla um hótelfyrirtæki birt í júlí

Skýrsla um afkomu hótelfyrirtækja var birt í júlí 2019. Svör frá bílaleigum, hópbílafyrirtækjum, afþreyingarfyrirtækjum og ferðaskrifstofum nægðu hins vegar ekki til að unnt væri að byggja á þeim áreiðanlegar niðurstöður. Var því ákveðið að fresta úrvinnslu og afla frekari upplýsinga úr ársreikningum hjá ársreikningaskrá.

Byggt á könnun og ársreikningum fyrirtækja

Þessi úrvinnsla hefur nú farið fram og byggja eftirfarandi niðurstöður á upplýsingum sem bárust í umræddri könnun auk upplýsinga úr ársreikningum valinna fyrirtækja. Fyrst og fremst voru veltumikil fyrirtæki valin í þessu úrtaki.