Fara í efni

Ráðgefandi nefnd um gagnaöflun og rannsóknir skipuð

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Samkvæmt reglugerð nr. 20/2020 um gagnaöflun og rannsóknir á sviði ferðamála skal Ferðamálastofa kalla saman ráðgefandi nefnd sem skal vinna að mótun rannsóknaráætlunar. Nefndin hefur nú verið skipuð og tekið til starfa.

 Í henni eiga sæti:

  • Ragnar Árnason, prófessor við Háskóla Íslands, formaður
  • Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Háskólann á Hólum
  • Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor við Háskóla Íslands
  • Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra
  • Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar
  • Hildur Kristjánsdóttir, sérfræðingur í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu
  • Gunnar Geir Gunnarsson, deildarstjóri hjá Samgöngustofu

Rannsóknaáætlun til þriggja ára

Ferðamálastofa skal móta og láta framkvæma rannsóknaáætlun um þá gagnaöflun, greiningar og rannsóknir sem stjórnvöldum er nauðsynleg til að taka stefnumarkaðandi ákvarðanir um uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi. Áætlunin er til þriggja ára.

Niðurstöður ráðgjafanefndarinnar skulu lagðar til grundvallar við mótun rannsóknaáætlunar. Drög að rannsóknaáætlun skal birt í samráðsgátt stjórnvalda. Að því loknu gerir Ferðamálastofa tillögu að rannsóknaáætlun til ferðamálaráðherra.