Öryggi, ábyrgð og gjaldtaka í ferðaþjónustu í brennidepli á Ferðaþjónustuvikunni 2026
Ferðamálastofa stendur fyrir viðburði um öryggi í ferðaþjónustu miðvikudaginn 14. janúar 2026, í tengslum við Ferðaþjónustuvikuna 2026. Viðburðurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica (salur A+B á 1. hæð) og hefst kl. 13:00.
Áhersla viðburðarins er á ábyrgð og upplýsingagjöf, þá sérstaklega í samhengi við gjaldtöku á áfangastöðum. Fjallað verður um hvernig gjaldtaka getur breytt væntingum ferðamanna, ábyrgð og kröfum til innviða, öryggisráðstafana og miðlunar upplýsinga.
Dagskráin samanstendur af stuttum erindum og pallborðsumræðum. Meðal annars verður fjallað um:
- Lagalega ábyrgð við gjaldtöku
- Kynnt verður miðlægt atvikaskráningarkerfi
- Farið yfir aðferðafræði öryggisúttekta á ferðamannastöðum.
Viðburðurinn er ætlaður fagfólki í ferðaþjónustu, sveitarfélögum, landeigendum, rekstraraðilum, stjórnvöldum og öllum sem hafa áhuga á öryggi, ábyrgð og sjálfbærri þróun ferðamannastaða.
Lýsing á viðburði:
- Hvenær: Miðvikudagur 14. janúar 2026, kl. 13:00
- Hvar: Hilton Reykjavík Nordica
Dagskrá
- Kristín Edwald - lögmaður og sérfræðingur við Lagadeild HR
Breytingar á ábyrgð við gjaldtöku - Gísli Nils Einarsson - framkvæmdastjóri Áhættustjórnunar ehf. / Alda öryggi ehf. og sérfræðingur í öryggismálum
Kynning á miðlægu atvikaskráningarkerfi - Jóna Kolbrún Sigurjónsdóttir - Þjóðgarðinum Þingvöllum
Kynning á öryggisúttektum og aðferðafræði Náttúruverndarstofnunar - Pallborðsumræður - Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri stýrir.
Í pallborðsumræðum verður rætt um lykilspurningar á borð við:
- hver beri ábyrgð á öryggi áfangastaða
- hvernig öryggismál breytast við uppbyggingu innviða
- hvort og hvernig samræma eigi ásýnd og skilaboð á sambærilegum áfangastöðum
- hvernig upplýsingagjöf og öryggissjónarmið eigi að fléttast inn í þróun áfangastaða frá upphafi
Þátttakendur í pallborði eru Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri atvinnuvegaráðuneytis, Íris Guðnadóttir, landeigandi við Reynisfjöru, Kristín Edwald, lögmaður hjá LEX og Björn Ragnarsson, forstjóri Icelandia.