Fara í efni

Nýtt í Mælaborðinu – Yfirlit flugumferðar

Nýtt í Mælaborðinu – Yfirlit flugumferðar

Yfirlit flugumferðar um Keflavíkurflugvöll er nýjasta viðbótin í Mælaborði Ferðaþjónustunnar. Tölurnar eru fengnar af vef Isavia og meðal annars má sjá tíðni á hverri flugleið, fjölda áfangastaða og skiptingu eftir stærstu flugfélögum.

Fleiri upplýsingar munu einnig bætast við á næstunni, svo sem fjöldi aflýstra fluga, fjöldi seinkana, meðalseinkun o.fl. Tölurnar munu uppfærast sjálfkrafa á hverjum degi og þá er einnig unnið að því að bæta við gögnum sem ná lengra aftur í tímann.