Fara í efni

Nýtt í Mælaborði ferðaþjónustunnar – Fjöldi í hvalaskoðun og talningar á áfangastöðum

Mælaborð ferðaþjónustunnar er stöðugt uppfært með nýjum gögnum og nú hafa einnig bæst við tveir nýir flokkar. Um er að ræða fjölda gesta í hvalaskoðun og heimsóknartölur fyrir þrjá áfangastaði

Tölur um fjölda gesta í hvalaskoðun koma frá Icewhale samtökum hvalaskoðunarfyrirtækja. Í þeim má sjá þróun í fjölda farþega hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum í Faxaflóa, Skjálfanda og Eyjafirði frá árinu 2003.

Í hinum nýja flipanum eru tölur úr sjálfvirkum teljurum Umhverfisstofnunar á þremur áfangastöðum, við Gullfoss, Dimmuborgir og Grábrók. Hægt er að skoða fjölda gesta á áfangastað á hverjum degi fyrir sig. Tölurnar verða uppfærðar vikulega en þær ná aftur til ársins 2017. Verið er að vinna í birtingu bifreiða talninga frá fleiri viðkomustöðum og má reikna með að það verði birt í næstu viku.