Fara í efni

Mjög góð þátttaka í Hreint og öruggt / Clean & Safe

Logo Hreint og Öruggt
Logo Hreint og Öruggt

Fyrr á þessu ári framlengdi Ferðamálastofa verkefni sitt Hreint og Öruggt. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á ábyrgan og öruggan hátt á móti viðskiptavinum sínum þegar kemur að sóttvörnum og þrifum.

Rúmlega 350 ferðaþjónustufyrirtæki eru nú þátttakendur í verkefninu. 

Ferðamálastofa vill þakka öllum þeim sem nú þegar eru þátttakendur fyrir skjót og jákvæð viðbrögð og hvetur þau fyrirtæki sem ekki hafa kynnt sér verkefnið að gera það. Sjá nánar hér.