Fara í efni

Laurentic forum - ráðstefna og samstarfsverkefni strandhéraða

Mynd af forsíðu verkefnisins
Mynd af forsíðu verkefnisins

Strandhérað Norður Írlands, Donegal, og Nýfundnaland í Kanada hafa átt með sér samstarf í um áratug er varðar ferðaþjónustu og bláa lífhagkerfið (blue economy) undir nafninu Laurentic forum.  

Noregur hefur ákveðið að bætast inn í samstarfið og hefur Ferðamálastofa einnig skoðað möguleikann á samstarfi og þá aðallega á sviði ferðaþjónustunnar. MATÍS hefur einnig komið að verkefninu.  Bláa lífhagkerfið er mikilvægt mörgum samfélögum á norðurslóðum þar sem það er m.a. uppspretta matar og annarra auðlinda, það skapar verðmæti og atvinnu og styrkir dreifðar byggðir. 

Skoðanaskipti eitt meginhlutverk samstarfsins

Eitt meginhlutverk Laurentic forum er að deila reynslu og skiptast á hugmyndum, m.a. með árlegri ráðstefnu. Í ár verður ráðstefnan haldin dagana 2., 3. og 4. nóvember n.k. Vakin er athygli á því að þann 2. nóv. verður sá hluti ráðstefnunnar sem snýr að ferðaþjónustu og er yfirskriftin sjálfbærni í ferðaþjónustu. Þar mun Jóhann Viðar Ívarsson, greinandi á rannsóknar- og tölfræðisviði Ferðamálastofu m.a. fjalla um áhrif árstíðabundinnar ferðaþjónustu á félagslegan og efnahagslegan árangur hennar. Ráðstefnan verður haldin í streymi og hefst kl. 13. áætlað er að henni ljúki kl. 15:30, þátttaka er öllum ókeypis.

Meðal efnis er: 

  • Sustainable collaboration. (Noregur) 

  • Cultural sustainability – Safeguarding traditional skills. (Nýfundnaland, Labrador og Kanada) 

  • Social sustainability - The impact of seasonality in tourism on its social and economic success. (Ísland) 

  • Financial sustainability. (Írland) 

  • Our Marine Heritage – developing niche tourism packages. (Írland) 

Bláa lífhagkerfið verður síðan með sinn hluta 3. og 4. nóvember. 

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna hér.