Fara í efni

Landamærarannsókn boðin út hjá Ríkiskaupum

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ríkiskaup, fyrir hönd Ferðamálastofu óskar eftir tilboðum í framkvæmd landamærakönnunar meðal farþega á leið úr landi.

Markmið könnunarinnar er að afla tölfræðilegra upplýsinga sem eiga að gefa skýra mynd af ferðamönnum á Íslandi; tilurð Íslandsferðar, ferðahegðun á Íslandi, útgjöldum og viðhorfum ferðamanna til ýmissa þátta ferðaþjónustunnar. Könnunin er framkvæmd á Keflavíkurflugvelli og beinist að erlendum ferðamönnum sem hafa dvalið á Íslandi og Íslendingum búsettum erlendis sem ferðast til Íslands.

Landamærakönnunin er eitt mikilvægasta verkefnið í söfnun áreiðanlegra gagna fyrir íslenska ferðaþjónustu en hún hefur verið í gangi samfellt frá því í júní 2017. Með könnuninni er hægt að fylgjast með breytingum og þróun á lýðfræði, ferðahegðun og viðhorfum ferðamanna en niðurstöður hafa verið birtar reglubundið í Mælaborði ferðaþjónustunnar og samantektum á vefsíðu Ferðamálastofu.

Verkefnið er boðið út á vegum Ríkiskaupa á Evrópska efnahagssvæðinu. Verkefnið var síðast boðið út í október 2016 en þá var gengið að tilboði markaðsrannsóknafyrirtækisins Epinion P/S

Nánari lýsingu á einstaka verkþáttum má nálgast í útboðslýsingu á vef Ríkiskaupa. Tilboðsfrestur er til 04.03.2022.

https://utbodsvefur.is/landamaerakonnun-fyrir-ferdamalastofu/