Fara í efni

Kórónaveira - upplýsingar til ferðaþjónustuaðila

Ferðamálastofa hefur sent út upplýsingar frá sóttvarnalækni vegna útbreiðslu kórónaveiru. Því er sérstaklega beint til gististaða og hópferðaaðila að prenta upplýsingarnar út og hengja upp í móttöku. Tilkynningin er á íslensku, ensku og kínversku. Einnig fylgja tenglar á leiðbeiningar til starfsfólks í framlínu á 4 tungumálum.

Viðbrögð yfirvalda hér á landi munu beinast að því að hindra sem mest útbreiðslu veirunnar innanlands, tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir veika einstaklinga og viðhalda nauðsynlegri starfsemi innanlands. Almenningur og ferðamenn hér á landi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700 varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. 

Búast má við að afbókanir berist vegna banns við hópferðum kínverskra ferðamanna. Mikilvægt að fyrirtæki hafi heildar viðskiptahagsmuni í huga þegar kemur að því að vinna úr þeim.