Fara í efni

Intellecon þróar spágerð í ferðaþjónustu

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson

Ákveðið er að semja við Intellecon ehf. um að þróa spálíkön fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Um er að ræða fyrsta áfanga í viðameiri spágerð fyrir ferðaþjónustuna. Þessi áfangi lýtur að gerð spáa fyrir greinina í heild eftir lykilstærðum, svo sem:

(i) fjölda erlendra ferðamanna til landsins
(ii) meðaldvalartíma þeirra á landinu
(iii) meðaleyðslu
(iv) fjölda gistinátta

Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið á þremur árum og fyrstu spár byggðar á því verði birtar í árslok 2022. Síðari áfangar spágerðarinnar gera ráð fyrir meiri sundurliðun spáa, þ.á m. eftir landshlutum og eftir þjóðernum ferðamanna.

Ferðamálastofa auglýsti verkefnið til umsóknar þann 11. september síðastliðinn. Fimm umsóknir bárust. Sjá má auglýsinguna hér.

Verkefnið er hluti af rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2020-2022 en tilgangur hennar er fyrst og síðast að efla þekkingu á ferðaþjónustu sem lykilatvinnugrein og samspili hennar við aðrar megingreinar í íslensku efnahagslífi. Slík þekking og samsvarandi greiningartæki eru mikilvægur grundvöllur stefnumótunar og ákvarðanatöku stjórnvalda, fyrirtækja í greininni og fjármögnunaraðila þeirra. Rannsóknaráætlunina má skoða hér.