Hver er hlutur Íslendinga í innlendri ferðaþjónustu?

Ferðamálastofa hefur tekið saman einblöðung í því skyni að upplýsa hvaða stærðir er um að ræða þegar menn velta fyrir sér að hversu stóru leyti Íslendingar geti í sumar komið í staðinn fyrir þá erlendu ferðamenn sem verið hafa aðaltekjur íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum.

Það sem lesa má út úr tölunum er meðal annars það að Íslendingar munu ekki koma nema að litlu leyti í stað hinna erlendu ferðamanna á háannatíma ferðaþjónustunnar í júlí og ágúst á þessu ári. Bæði kemur þar til mikill mismunur í fjölda og ferðahegðun. Samantektina má nálgast hér að neðan sem PDF.


Athugasemdir