Fara í efni

Hreint og öruggt / Clean & Safe 2022

Logo fyrir nýja árið 2022
Logo fyrir nýja árið 2022

Fyrir rúmu ári síðan fór Ferðamálastofa af stað með verkefnið Hreint og öruggt / Clean&Safe. Verkefninu er ætlað að hjálpa ferðaþjónustuaðilum að taka á öruggan og ábyrgan hátt á móti viðskiptavinum sínum á tímum heimsfaraldurs Covid-19.  

Viðtökur voru góðar og um þrjú hundruð fyrirtæki hafa tekið þátt í verkefninu með því að fylla út sjálfsmat um sóttvarnir og þrif. Fengu þau í kjölfarið merki Hreint og öruggt / Clean & Safe fyrir árið 2021.

Verkefnið framlengt

Í ljósi stöðunnar vegna heimsfaraldurs Covid-19 hefur Ferðamálastofa ákveðið að framlengja verkefnið a.m.k. út árið 2022.

Ferðamálastofa hvetur alla ferðaþjónustuaðila, bæði núverandi þátttakendur og aðra, til þátttöku í verkefninu og sýna í verki að ferðaþjónustan á Íslandi er áfram tilbúin að taka á móti gestum sínum af fagmennsku og ábyrgð.

Ferðaþjónustuaðilar fá tilkynningu 

Allir ferðaþjónustuaðilar sem skráðir eru í gagnagrunn Ferðamálastofu munu fá tölvupóst á næstu dögum með hlekk á sjálfsmatið, til þátttöku í verkefninu.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna með því að smella hér.