Fara í efni

Hlutfallsskipting þjóðerna úr brottfarartalningum í júlí

Eyjafjörður. Mynd: -HA
Eyjafjörður. Mynd: -HA

Vegna mikillar eftirspurnar er hlutfallsskipting þjóðerna úr brottfarartalningu Ferðamálastofu og Isavia birt. Ber að athuga að einungis er um að ræða hlutfallsskiptingu þjóðerna en beðið er eftir staðfestum fjölda brottfararfarþega frá Isavia svo hægt sé að ákvarða fjölda erlendra brottfararfarþega skipt eftir þjóðernum.

Bandaríkjamenn áttu tæplega helming eða 46,6% erlendra brottfara í júlí. Þar á eftir koma Pólverjar og Þjóðverjar með 10,2% og 7,9% brottfara. Brottfarir frá Mið-Evrópu voru tæplega 17% og um 5% brottfara voru frá Bretlandseyjum. Sjá nánar í töflunni hér að neðan.

Von er á ítarlegri tölfræði frá Ferðamálastofu 10. ágúst næstkomandi

Brottfarir hlutfallsskipting júlí 2021