Fara í efni

Gildistími ferðagjafarinnar framlengdur út maí

Gildistími ferðagjafarinnar framlengdur út maí

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um ferðagjöfina sem felur í sér að gildistími þeirra ferðagjafa sem ekki hafa verið nýttar eða ekki nýttar til fulls er framlengdur til 31. maí 2021, eða um fimm mánuði.

Einstaklingar með íslenska kennitölu og skráð lögheimili á Íslandi, fæddir 2002 og fyrr, fengu Ferðagjöf að andvirði 5000 kr. í júní. Gjöfin er liður í því að styðja við bakið á íslenskri ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Ferðagjöfin hafði gildistíma til áramóta, en með því að framlengja gildistímann má nýta þegar ætlað fjármagn til að veita ferðaþjónustufyrirtækjum hérlendis frekari viðspyrnu yfir vetrartímann og fram á vor 2021. Með því er einnig brugðist við þeim aðstæðum sem skapast hafa vegna samkomubanns og lokanna undanfarna vikur og mánuði.

Nýta má Ferðagjöfina hjá nokkuð á annað þúsund þjónustuaðilum um allt land enn þeir eru allir merktir sérstaklega á ferðavefnum www.ferdalag.is.

Fyrirtæki sem vilja taka á móti ferðagjöfinni skrá sig til þátttöku á island.is